laugardagur, 14. september 2013

Haust.

Það er svo sannarlega komið haust. Rigning, rökkur og kertaljós er ekki svo slæm blanda, þótt það mætti að vísu vera aðeins hlýrra. Við mæðgur fórum smá göngutúr í elsku fallega Kópavogsdalnum í dag.


Autumn in Kópavogur

Autumn in Kópavogur

Autumn in Kópavogur

Autumn in Kópavogur

Autumn in Kópavogur

Autumn in Kópavogur

fimmtudagur, 12. september 2013

Dásemdar moli.

Titillinn lýsir algjörlega þessum litla fallega 15 daga gamla mola sem vinkona mín á. Í gær myndaði ég hann í bak og fyrir. Ég veit ekki hvort hann viti að hann hafi verið að módelast í dágóðan tíma því hann rétt gaf sér tíma til að sýna fallegu augun sín - annars er bara svo gott að sofa! Ekkert skemmtilegra en að fá tækifæri til að skapa svona góðar minningar :) Fleiri myndir á myndasíðunni www.flickr.com/asdisgeirs.

Sigurjónsson


Sigurjónsson


Sigurjónsson 

 
Sigurjónsson


Sigurjónsson


Sigurjónsson


Sigurjónsson


Sigurjónsson


Sigurjónsson


Sigurjónsson

mánudagur, 9. september 2013

Kökugleði.

Í sumar hef ég aðeins verið að dunda mér í kökubakstri og skreytingum. Gott áhugamál fyrir mig og margir njóta góðs af því t.d. fjölskylda og vinir. Núna síðustu helgi gerði ég brúðkaupstertu sem ég er virkilega ánægð með. Það fóru ansi margir klukkutímar í gerð skrautsins - en var svo þess virði þegar þessi dásemd var tilbúin! Er alveg ótrúlega þakklát fyrir að fá tækifæri til þess að gera og skreyta brúðkaupstertur og hjálpa til við að gera brúðkaupsdaginn ógleymanlegan.

Rustic wedding cake

Rustic wedding cake

Rustic wedding cake