miðvikudagur, 24. ágúst 2011

Dásemdarheimili.

Ég dýrka (aðeins of mikið kannski, en allt er gott í hófi) að skoða myndir af fallegum heimilum. Ótrúlegt hvað maður getur gleymt sér tímunum saman á netflakki. Mér tekst alltaf að finna eitthvað sem mér langar í. Helst vildi ég að hægt væri að hoppa inn í myndirnar og búa þar, það væri algjör draumur. Nokkrar myndir sem ég hef safnað að mér...og bíðið alveg róleg því það eru fleiri á leiðinni bráðum (því valkvíðinn var á hæsta stigi og ekki vill ég drekkja ykkur í myndum :)

Klikkað flottir stólar, kistan og hnötturinn.

Mig langar mikið að hafa arinn í framtíðardraumahúsinumínu og þessi krúttlega bleika fuglamynd myndi smellpassa þar inn líka.

Myndaveggurinn í borðstofunni og fyrir ofan skenkinn og svo skenkurinn sjálfur. Ekki skemmir guli liturinn fyrir (sem er btw uppáhalds liturinn þessa dagana svo ekki láta ykkur bregða ef ég set inn fleiri myndir af einhverju gulu).

Þennan dásamlega rauða glerskáp verð ég hreinlega að eignast! Frekar töff og hentar fyrir bæði leirtau og bækur. Svo ég tali nú ekki um þetta veggfóður í eldhúsinu *kítlímaga*...

Held ég hafi bara aldrei séð jafn krúttlegt eldhús og þetta vinstra megin. Rauður og túrkis er svo flott blanda! Myndaveggurinn í því hægra megin heillar mig líka mikið.

Algjör snilld hvernig stólarnir eru notaðir sem náttborð. Lömpunum bara smellt á bakið, bækurnar á setunni og voilà!

Gul eldhúsinnrétting (og túrkisljósið og veggfóðrið), váááá! Bara að maður hefði nú kjarkinn í þetta :) 

Annað flott veggfóður og stóllinn er líka dásemd!


Einstaklega töff "sófi" (eða rúm eða?) og kúlulaga loftljósin klikkað flott.

Myndir héðan og þaðan: 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli